Opinber stefna KSÍ um samfélagsleg verkefni 2018-2022

Knattspyrnusamband Íslands lítur á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn. Samfélagsleg verkefni og þátttaka í þeim er hluti af stefnumótun KSÍ fyrir árin 2018-2022.

Frekari upplýsingar má finna á vef KSÍ

Geðveikur fótbolti með FC Sækó

Á árunum 2021 til 2022 starfar KSÍ með knattspyrnufélaginu FC Sækó að sérstöku vitundarátaki undir heitinu "Geðveikur fótbolti með FC Sækó". Verkefnið hefst vorið 2021 og mun standa til vors 2022.

Knattspyrnuverkefnið FC Sækó "Geðveikur fótbolti“ byrjaði í nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. FC Sækó knattspyrnufélag var stofnað árið 2014 og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið.

Tilgangur FC Sækó er að efla og auka virkni notendahóps fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum. Markmið FC Sækó er fyrst og fremst að efla andlega og líkamlega heilsu fólks, vera sýnileg og hafa gaman.

Hlutverk KSÍ í samstarfinu er að vekja athygli á og styðja við starfsemi FC Sækó með ýmsum hætti og að vekja athygli á því hvernig þátttaka í fótbolta (eða skipulögðum íþróttum almennt) getur haft jákvæð áhrif á líðan einstaklinga með geðraskanir.

Litblinda í fótbolta

Knattspyrnusamband Íslands er þátttakandi í stórri rannsókn er snýr að aðgengi og áhrifum litblindu á þátttöku og framvindu í íþróttum.

Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða nokkur atriði varðandi litblindu, til að sjá hvort það eru ákveðin atriði sem hafa áhrif á einstaklinga sem taka þátt í ýmsum íþróttagreinum á ýmsum stigum. Í Bretlandi hefur litblinda áhrif á um það bil 1 af hverjum 12 körlum og 1 af hverjum 200 konum og er ekki vel þekkt innan íþrótta. Þar sem hæfni til að taka fullan þátt í íþróttum og hreyfingu er mikilvæg fyrir heilsu og félagsleg samskipti til lengri tíma, höfum við áhuga á að reyna að skilja hvort við getum leitað möguleika til að gera þýðingarmiklar breytingar á vinnubrögðum til að auka þátttöku og ánægju af mismunandi íþróttum.

KSÍ hefur látið gera tvö fræðslumyndbönd um litblindu í fótbolta.

Augnablik ...