Íslenska landsliðið í eFótbolta tók þátt í þremur keppnum á árinu

Íslenska landsliðið í eFótbolta hefur tekið þátt í þremur mótum á árinu og stóð það sig með ágætum.

Ísland hóf árið á því að taka þátt í undankeppni eEURO 2021 þar sem leikið er í leiknum PES, en þar var liðið í riðli með Ítalíu, Portúgal, Moldóvú, Englandi og Norður Írlandi. Riðillinn var leikinn á tveimur dögum og töpuðu strákarnir öllum leikjum sínum, nema einum þar sem þeir gerðu 1-1 jafntefli við Norður Íra.

Næsta verkefni liðsins var undankeppni FIFA eNations Cup. Þar var Ísland í riðli með Englandi, Póllandi, Ísrael, Belgíu, Króatíu og Eistlandi. Liðið endaði þar í neðsta sæti riðilsins með tvö stig, en þau komu gegn Króatíu og Eistlandi.

Að lokum hefur Ísland tekið þátt í undankeppni FIFAe Nations Series. Í fyrri riðli sínum mættu þeir Eistlandi, Slóvakíu, Búlgaríu, Skotlandi, Norður Írlandi og Spáni. Liðið endaði þar í sjötta sæti. Í næstu umferð undankeppninnar endaði liðið einnig í sjötta sæti síns riðils, en þar mætti það Norður Írlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Rúmeníu, Finnlandi og Belgíu.

Hér að neðan má sjá tvö mörk úr þeirri keppni.

Mark gegn Finnlandi

Mark gegn Eistlandi

Augnablik ...