Framlög til aðildarfélaga í samræmi við áætlanir

KSÍ hefur birt ársreikning fyrir árið 2021 og fjárhagsáætlun fyrir 2022.

Ársreikningur 2021

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2021 voru um 1.631 mkr eða 4% lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Styrkir og framlög ársins 2021 voru 2% undir áætlun og þar hafði styrking krónunnar mest áhrif. Annað árið í röð eru tekjur af landsleikjum undir áætlun, en árið 2020 hurfu svo til tekjur af heimaleikjum vegna áhorfendabanns og það sama gildir vegna ársins 2021. Þar spiluðu covid takmarkanir verulega inn í en gert hafði verið ráð fyrir mun hraðari afléttingu en raunin varð. Tekjur af landsleikjum eru þannig 25% lægri en áætlun ársins 2021, eða um 37 milljónum undir áætlun. Sjónvarpstekjur voru einnig undir áætlun sem skýrist af styrkingu krónunnar. Rekstrartekjur Laugardalsvallar voru í samræmi við áætlun.

Rekstrargjöld ársins 2021 voru í heildina um 1.506 mkr, en áætlanir gerðu ráð fyrir því að gjöldin yrðu um 1.520 mkr. Kostnaður landsliða fyrir árið 2021 var 2% undir áætlun, og kostnaður við mótahald og fræðslustarf var lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá var húsnæðiskostnaður undir áætlun og sömu sögu er að segja af öðrum rekstrarkostnaði og rekstrargjöldum Laugardalsvallar. Launakostnaður var undir áætlun þar sem nýtt var endurgreiðsluúrræði frá VMST vegna verkefnafalls en þó fór skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 16m fram yfir áætlun eða um 5%, sem skýrist af kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu og aukaþing sem fram fór þann 2. október 2021. Inni í aðkeyptri sérfræðiþjónustu er kostnaður við almannatengsl, lögfræðiráðgjöf, nefndarstörf, skýrslugerð og þýðingar. Húsnæðiskostnaður var undir áætlun og sömu sögu er að segja af öðrum rekstrarkostnaði og rekstrargjöldum Laugardalsvallar.
Hagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var um 120 mkr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 182m.

Alls var um 144 mkr úthlutað til aðildarfélaga, sem er í samræmi við áætlanir.
Rekstrarniðurstaða samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu er því lækkun á sjóð um 24,4 mkr.

Fjárhagsáætlun 2022

Gert er ráð fyrir að heildartekjur KSÍ árið 2022 verði um 1.668 mkr samanborið við kr. 1.631 árið 2021.

Gert er ráð fyrir að heildargjöld ársins 2022 verði um 1.532 mkr, samanborið við 1.506 mkr árið 2021. Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 eftir framlög til aðildarfélaga er um 21 mkr hagnaður.

Í fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir að framlög til aðildarfélaga verði 118 mkr. Framlag KSÍ til barna- og unglingastarfs er áætlað 50 mkr og ennfremur er það tillaga fráfarandi stjórnar að forsendur til úthlutunar verði endurskoðaðar haustið 2022. Þess má geta að árið 2022 kemur í fyrsta sinn frá UEFA framlag til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar UEFA (kvenna).

Greiðslur vegna leyfiskerfis verði 41,1 mkr. verðlaunafé móta rúmar 8 mkr og þá er gert ráð fyrir að hlutur KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds verði tæpar 19 mkr árið 2022.

Component failed to render

146 milljónir til barna- og unglingastarfs

Hluti þeirra tekna sem UEFA hefur af Meistaradeild karla rennur til félaga í aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga og fengu félög í Pepsi Max deild karla 87,4 milljónir í sinn hlut.

KSÍ greiddi um 60 mkr til aðildarfélaga (annarra en þeirra sem léku í Pepsi Max deild karla) vegna barna- og unglingastarfs.

Skipting á framlagi var þá með þeim hætti að félög úr Pepsi Max deild karla fengu rúmar 7,2 milljónir kr., félög úr Pepsi Max deild kvenna og Lengjudeildum karla og kvenna fengu 2.400.000 kr., félög úr 2. deild karla fengu 1.500.000 kr., félög úr 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna fengu 1.000.000 kr., og sameiginleg lið í meistaraflokki með barna og unglingastarf fengu 600.000 kr.

Úthlutun var háð því að félög hefðu haldið úti starfsemi í yngri flokkum og urðu félög utan deildarkeppni og félög sem ekki héldu úti starfsemi hjá báðum kynjum að sækja sérstaklega um framlag. Samtals var því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2021 um 146 milljónir króna.

Um 451 milljón vegna þátttöku í UEFA keppnum

Valur fékk tæpar 120 milljónir fyrir Íslandsmeistaratitil karla 2020, þátttöku í forkeppni Meistaradeildar karla (UEFA Champions League) og forkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik, FH og Stjarnan léku í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik fékk tæpar 127.5 milljónir, FH 81.2 milljónir og Stjarnan tæpar 37 milljónir.

Breiðablik og Valur léku í Meistaradeild kvenna. Breiðablik fékk rúmar 75 milljónir króna fyrir að komast í riðlakeppnina og Valur fékk tæpar 10.5 milljónir króna.

Component failed to render

Greiðslur vegna þátttöku leikmanna í umspili fyrir EM 2020

Valur og Víkingur R. fengu greiðslur frá UEFA vegna þátttöku leikmanna sinna í umspili fyrir EM 2020. Alls voru greiðslurnar tæpar 3.5 milljónir (22.614 evrur).

180 milljónir króna fyrir sjónvarps- og markaðsréttindi

Félög í Pepsi Max deildum, Lengjudeildum og Mjólkurbikar fengu sérstakar greiðslur fyrir sjónvarps- og markaðsréttindi, að upphæð samtals 180 milljónum króna. Innifalið í þessari tölu er verðlaunafé samkvæmt töflunum hér að neðan.

Pepsi Max deild kvenna
SætiFélagUpphæð
1Valur1.000.000
2Breiðablik700.000
3Þróttur R.500.000
4Stjarnan300.000
5Selfoss300.000
6Þór/KA300.000
7ÍBV300.000
8Keflavík300.000
9Tindastóll200.000
10Fylkir200.000
Pepsi Max deild karla
SætiFélagUpphæð
1Víkingur R.1.000.000
2Breiðablik700.000
3KR500.000
4KA300.000
5Valur300.000
6FH300.000
7Stjarnan300.000
8Leiknir R.300.000
9ÍA200.000
10Keflavík200.000
11HK200.000
12Fylkir200.000
Lengjudeild kvenna
SætiFélagUpphæð
1KR1.000.000
2Afturelding700.000
3FH500.000
4Víkingur R.300.000
5Haukar300.000
6Grindavík300.000
7Augnablik 300.000
8HK300.000
9Grótta200.000
10ÍA200.000
Lengjudeild karla
SætiFélagUpphæð
1Fram1.000.000
2ÍBV700.000
3Fjölnir500.000
4Kórdrengir300.000
5Vestri300.000
6Grótta300.000
7Grindavík300.000
8Selfoss300.000
9Þór200.000
10Afturelding200.000
11Þróttur R.200.000
12Víkingur Ó.200.000
Mjólkurbikar kvenna
SætiFélagUpphæð
1Breiðablik1.000.000
2Þróttur R.500.000
3-4Valur300.000
3-4FH300.000
Mjólkurbikar karla
SætiFélagUpphæð
1Víkingur R.1.000.000
2ÍA500.000
3-4Keflavík300.000
3-4Vestri300.000
5-8ÍR200.000
5-8HK200.000
5-8Valur200.000
5-8Fylkir200.000
9-16FH137.500
9-16KR137.500
9-16Haukar137.500
9-16Völsungur137.500
9-16KFS137.500
9-16KA137.500
9-16Þór137.500
9-16Fjölnir137.500

Ferðaþátttökugjald - Jöfnun ferðakostnaðar

Félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks skulu greiða ferðaþátttökugjald samkvæmt reglugerð KSÍ. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknum jöfnuði félaga gagnvart ferðakostnaði.

Hér má sjá lista yfir þau félög sem fengu greitt vegna ferðakostnaðar árið 2021.

Pepsi Max deild karla
FélagUpphæð
KA1.193.118
Pepsi Max deild kvenna
FélagUpphæð
Þór/KA816.063
Tindastóll496.518
ÍBV153.078
Lengjudeild karla
FélagUpphæð
Vestri1.870.053
Þór1.385.898
Víkingur Ó.436.241
ÍBV398.103
2. deild karla
FélagUpphæð
Fjarðabyggð2.091.453
Leiknir F.2.019.003
Völsungur1.046.913
Magni950.118
KF906.783
Reynir S.243.933
Njarðvík234.483
Þróttur V.212.883
KV183.723
ÍR183.723
Haukar183.723
Kári131.343
2. deild kvenna
FélagUpphæð
Einherji807.153
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.783.303
Völsungur752.478
Sindri562.803
Hamrarnir178.998
3. deild karla
FélagUpphæð
Einherji1.879.953
Sindri1.562.253
Höttur/Huginn1.558.203
Dalvík/Reynir1.140.063
Tindastóll999.933
Elliði333.843
KFS254.463
Víðir234.483
Augnablik161.853
ÍH161.853
KFG161.853
Ægir142.143
4. deild karla
FélagUpphæð
Hörður Í.761.253
Samherjar494.898
Kormákur/Hvöt118.248
Reynir H.81.866
Augnablik ...