Dómaramál

Arnar Ingi og Ívar Orri dómarar ársins

Arnar Ingi Ingvarsson var valinn dómari ársins af leikmönnum Pepsi Max deildar kvenna. Þetta er í fyrsta skipti sem Arnar Ingi er valinn dómari ársins.

Ívar Orri Kristjánsson var valinn dómari ársins af leikmönnum Pepsi Max deildar karla.

Íslenskir dómarar dæmdu í erlendum keppnum

Nokkrir dómarar voru á faraldsfæti á árinu og dæmdu í hinum ýmsu keppnum.

Helgi Mikael Jónasson dæmdi í Sambandsdeild UEFA, undankeppni EM 2023 hjá U21 karla, undankeppni EM 2022 hjá U19 karla og í Unglingadeild UEFA.

Ívar Orri Kristjánsson dæmdi í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla, Unglingadeild UEFA og Sambandsdeild UEFA.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi í Unglingadeild UEFA, Sambandsdeild UEFA, undankeppni EM 2023 hjá U21 karla og í undankeppni HM 2022.

Þorvaldur Árnason dæmdi í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla og í Unglingadeild UEFA.

Þrír dómarar í dómarabúðir UEFA

Þrír dómarar á vegum KSÍ fóru í dómarabúðir á vegum UEFA í Nyon í Sviss. Gunnar Oddur Hafliðason, Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson tóku þátt fyrir hönd KSÍ.

UEFA afnemur reglu um mörk á útivelli

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur ákveðið að afnema regluna um mörk á útivöllum í Evrópukeppnum félagsliða frá og með keppnistímabilinu 2021/2022. Breytingin tekur gildi strax í forkeppni Evrópumótanna í ár og hafði þannig áhrif á þau íslensku félagslið sem léku í mótum UEFA. Í karlaflokki léku Valur (Champions League), Breiðablik, Stjarnan og FH (Conference League) í Evrópukeppnum og í kvennaflokki Breiðablik og Valur (Champions League).

Frétt UEFA um ákvörðunina

Hæfileikamótun dómara

9 dómarar tóku þátt í hæfileikamótun í ár. Kerfið er þannig byggt upp að hver dómari fær leiðbeinanda sem fylgist með honum í fimm leikjum yfir árið. Ungir og efnilegir dómarar sem og dómarar innan landsdómarahópsins tóku þátt í verkefninu.

Metár í niðurröðun dómara

Starfsfólk dómaramála á skrifstofu KSÍ raðar dómurum á þúsundir starfa á hverju ári og árið 2021 var metár í því. Áskoranirnar voru margar og krefjandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs COVID-19. Þess má geta að eina helgi í ágústmánuði, frá fimmtudegi til sunnudags var 187 störfum raðað.

Augnablik ...